Tannlæknastofa Benedikts
Verið öll velkomin á tannlæknastofuna okkar
að Tjarnargötu 2 í Reykjanesbæ
Með yfir 30 ára reynslu í tannlækningum bjóðum við upp á faglega og vandaða þjónustu fyrir alla fjölskylduna.

Reynsla frá 1994
Yfir 30 ára reynsla
Samvinna við sérfræðinga
Á öllum sviðum tannlækninga
Nútímabúnaður
Bestu mögulegu tæki
Faglegt teymi
Reyndir tannlæknar og aðstoðarfólk
Okkar þjónusta
Við bjóðum upp á allar almennar tannlækningar fyrir börn og fullorðna með fagmennsku og umhyggju að leiðarljósi.

Verið velkomin á tannlæknastofuna okkar
Benedikt Jónsson er eigandi stofunnar sem hefur verið starfrækt í Reykjanesbæ frá árinu 1994. Nú starfa á stofunni tveir tannlæknar, Benedikt Jónsson og Kristjana Hanna Benediktsdóttir. Við bjóðum upp á allar almennar tannlækningar fyrir börn og fullorðna og kappkostum að taka vel á móti öllum þeim er leita til okkar. Við erum einnig í góðu samstarfi við sérfræðinga á öllum sviðum tannlækninga til að þjónusta sjúklinga okkar til fulls.
Benedikt útskrifaðist frá Karolinska Institutet í Stokkhólmi árið 1989 og vann í Svíþjóð í eitt ár að námi loknu. Hann hóf störf á tannlæknastofu Inga Gunnlaugssonar í Keflavík árið 1990 en opnaði stofu í eigin nafni árið 1994.
Kristjana Hanna útskrifaðist frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands vorið 2024. Hún hefur flest sumur frá unglingsárum starfað sem aðstoðarkona á Tannlæknastofu Benedikts. Frá útskrift hefur hún verið í fullu starfi sem tannlæknir á stofunni.
Ásamt tannlæknum starfar á stofunni samhæft og dugmikið aðstoðarfólk; Lilja Þ. Tómasdóttir í móttöku, Nelly Mishnaevskaya, Sigrún D. Sigurðardóttir og Inga R. Árnadóttir til aðstoðar tannlæknum. Saman myndum við afbragðs teymi.
Í núverandi húsnæði, Tjarnargötu 2, 3.hæð, hefur tannlæknastofan verið frá árinu 2010 þegar samstarf hófst við Jón Björn Sigtryggsson tannlækni og hans fólk. Árið 2020 keypti Theódór Friðjónsson, tannlæknir, Tannlæknastofu Jóns Björns sem áfram er rekin í sama húsnæði. Theódór sérhæfir síg í ísetningu tannplanta.
AÐALBROS - Ný tannlæknastofa 2026
Vorið 2026 verður opnuð ný tannlæknastofa, AÐALBROS, við Aðaltorg (við Marriott hótel í Reykjanesbæ).

Stofan verður á frábærum stað með gott aðgengi og nægum bílastæðum fyrir alla. Þar munu verða staðsettar 3 tannlæknastofur og ein tannsmíðastofa undir sama þaki. AÐALBROS verður í glæsilegu nýju húsnæði á annarri hæð og er fyrsta tannlæknastofan á Suðurnesjum sem hönnuð er frá grunni sem tannlæknastofa í nýbyggingu. Á stofunni verða 10 meðhöndlunarrými með bestu mögulegu tækjum í nýtýskulegu umhverfi, notendum þjónustunnar sem og starfsfólki til hagsbóta.
Hafðu samband
Við erum staðsett í hjarta Reykjanesbæjar með gott aðgengi
230 Reykjanesbær
Föstudaga: 8:00 - 14:00
Algengar spurningar
Hér eru svör við algengum spurningum sem við fáum