ambulance bed bolt briefcase calendar chain chevron-left chevron-right clock-o commenting-o commenting comments diamond envelope-o envelope facebook feed flask globe group heart-o heart heartbeat hospital-o instagram leaf map-marker medkit phone quote-left quote-right skype star-o star tint trophy twitter user-md user youtube

Tannlæknastofa Benedikts

Öll almenn tannlæknaþjónusta í Reykjanesbæ

Hafa samband

Símanúmer

Opnunartímar

Mánudag – Föstudag 8:00 – 17:00
Helgar Lokað

Staðsetning

Tjarnargötu 2,
230 Reykjanesbæ

Þjónusta

Reglulegt eftirlit

Sinnum eftirliti með tannheilsu skjólstæðinga okkar, börnum jafnt sem fullorðnum. Oftast er um árlegt eftirlit að ræða sem felur í sér sjónræna skoðun, röntgenmyndatöku og tannhreinsun. Reglulegt eftirlit er lykillinn að góðri tannheilsu.

Tannviðgerðir

Gerum við skemmdar og brotnar tennur með bestu fáanlegu tannlituðu efnum.

Tanngervi

Bjóðum upp á krónur, brýr, gervitennur og rótfyllingar. Beitum nýjustu tækni til að ná sem bestum árangri.

Tannplantar

Gerum tannplantaaðgerðir. Ef tönn eða tennur vantar í tanngarðinn er oft hægt að setja skrúfur í beinið sem þá eru ígildi einnar rótar eða fleiri og síðan eru gerðar á þær krónur eða brýr.

Tannréttingarskinnur

Við bjóðum upp á tannréttingar með glærum tannréttingarskinnum.

Tannhvíttun

Áratuga reynsla af tannhvíttun. Gerum svokallaðar lýsingarskinnur þar sem hægt er að stjórna lýsingu tanna með fyrirsjáanlegri útkomu hvort heldur sem er lýsingu á einstökum tönnum eða öllum.

Um okkur

Verið velkomin á tannlæknastofu okkar.

Benedikt Jónsson er eigandi stofunnar sem hefur verið starfrækt í Reykjanesbæ frá árinu 1994. Við bjóðum upp á allar almennar tannlækningar fyrir börn og fullorðna og kappkostum að taka vel á móti öllum þeim er leita til okkar. Við erum einnig í góðu samstarfi við sérfræðinga á öllum sviðum tannlækninga til að þjónusta sjúklinga okkar til fulls.

An Image of a dentist sculpture

Benedikt útskrifaðist frá Karolinska Institutet í Stokkhólmi árið 1989 og vann í Svíþjóð í eitt ár að námi loknu. Hann hóf störf á tannlæknastofu Inga Gunnlaugssonar í Keflavík árið 1990 en opnaði stofu í eigin nafni árið 1994. Í núverandi húsnæði, Tjarnargötu 2, 3.hæð, hefur tannlæknastofan verið frá árinu 2010 þegar samstarf hófst við Jón Björn Sigtryggsson tannlækni og hans fólk. Á Tannlæknastofu Benedikts starfar auk Benedikts reynslumikið aðstoðarfólk til margra ára; Svanhildur Benediktsdóttir, Halldóra Eyjólfsdóttir og Lilja Þ. Tómasdóttir. Saman myndum við afbragðs teymi.

Í nánum tengslum við tannlæknastofuna, á sömu hæð, er staðsett fullkomin tannsmíðastofa í eigu þeirra feðga Péturs Más Péturssonar og Ævars sonar hans. Við höfum átt í farsælu samstarfi við þá í fjölda ára. Á sömu hæð er einnig að finna tannréttingasérfræðinginn Sæmund Pálsson sem þjónustað hefur Suðurnesjamenn um langa hríð.

Við höfum ávallt líðan og heilsu sjúklinga að leiðarljósi og erum búin bestu tækjum og efnum sem völ er á. Allt starfsfólk okkar sækir á hverju ári endurmenntun til að geta sem best sinnt hlutverki okkar í þágu sjúklinga. Hægt er að panta tíma hjá okkur með því að hringja í síma 421 2577, senda okkur tölvupóst á afgreidsla@tannben.is eða með því að fylla út formið efst á síðunni. Við tökum vel á móti þér!